Innlent

Hagar fagnar tillögum matvælanefndar

Mynd/Hrönn Axelsdóttir

Fyrirtækið, Hagar fagnar tillögum matvælanefndar um einföldun á skattlagningu matvæla, minni skattalagningu á matvæli og auknu frelsi til innflutnings á matvörum, sem teljast sjálfsagðar neysluvörur heimilanna.

Hagar benda einnig á í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag að neikvæð ummæli í garð smásöluverslunar séu ómakleg.

Einnig benda þeir á að hlutfall útgjalda íslenskra heimila sem fer til matvöru af ráðstöfunartekjum hafi lækkað úr 24% í 14% frá stofnun Bónus árið 1989.

Í yfirlýsingunni segir að frá ársbyrjun árið 2000 til júníbyrjunar í ár, hefur vísitala neysluverðs sem Hagstofan mælir hækkað um 34%. Á sama tíma hefur vísitala matar og drykkjarvöru hækkað um 16%. Matvaran hefur því haft veruleg áhrif til lækkunar á verðbólgu undanfarin ár.

Það er ósk Haga að stjórnvöld taki tímamótaákvarðanir, annars vegar hvað varðar skattlagningu á matvöru og hinsvegar hvað varðar viðskiptafrelsi með innfluttning á matvörum, einkum ef litið er til þess viðskiptafrelsis sem þjóðin nýtur varðandi útflutning á matvörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×