Innlent

Ísmaðurinn á leiðinni heim

Mynd/Símon Birgisson
Sigurður, sem býr í smáþorpinu Kuummiit skammt frá Kulusuk, hélt suður eftir austurströndinni fyrir rúmum mánuði síðan til dúntekju og veiða í eyðibyggðinni Skjöldungen. Á heimleiðinni festi Sigurður bát sinn, Eirík rauða, í ísnum. Ásamt Sigurði í bátnum er grænlensk eiginkona hans Marta og vinkona hennar. Þau hafa ekkert haft til matar fyrir utan það sem Sigurður veiddi í Skjöldungen. NFS heyrði í Sigurði í morgunn þegar hann var loksins, eftir mánuð út á ísnum, á leiðinni heim. Hann sagðist feginn að vera laus og hlakkaði til að koma heim. Marta eiginkona hans væri orðin langþreytt á dvölinni á ísnum. Þá væri einnig kærkomið að breyta um mataræði en Sigurður sagðist hafa lifað á urriða og sel. Sigurður sagðist svo vera á leiðinni til Íslands að sækja bát sem hann hefði fest kaup á fyrir nokkru. Hann væri þegar orðinn of seinn enda ætlaði hann sér aðeins viku í veiðiferðina til Skjöldungen sem endaði með mánaðardvöl út á ísnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×