Innlent

Alþjóðahúsið í hvalaskoðunarferð

Mynd/Kjartan P. Sigurðsson

Alþjóðahúsið bauð innflytjendum og öðrum sem sækja samtökin í hvalaskoðunarferð í kvöld. Met aðsókn var í ferðina og streymdi fólk niður á Reykjavíkurhöfn.

Rúmlega 300 manns af 40 þjóðernum flyktu liði niður á Reykjavíkurhöfn á áttunda tímanum í kvöld. Þessi alþjóðlegi hópur var á leiðinni í hvalaskoðun, sem er liður í sumarstarfi Alþjóðahússins. Mikil kæti og eftirvænting var í hópnum sem streymdi um borð í hvalaskoðunarbátana, Eldingu og Hafsúlu, en tvö skip þurfti til að koma öllum fjöldanum út á sjó, í kynni við hvalina.Tilgangur ferðarinnar er að fá saman útlendinga sem búa hérlendis og gefa þeim tækifæri til að kynnast hvort öðru sem og landi og þjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×