Innlent

Jarðgöng mikilvæg á Vestfjörðum

Engin aðgerð kemur vestfirskum byggðum jafnmikið til góða og jarðgangagerð milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, að mati íbúa á Vestfjörðum. Rannsóknarboranir vegna jarðganganna eru að hefjast en þau leysa af Hrafnseyrarheiði og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um 25 kílómetra.

Gangnamunni Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun en þangað mætir verktakinn Alvarr með tæki sín og tól í byrjun ágústmánaðar til að bora rannsóknarholur.

Þótt margir líti á Vestfirði sem eina heild þá eru byggðirnar í norður- og suðurhluta fjórðungsins í raun einangraðar hvor frá annarri drjúgan hluta ársins vegna erfiðra samgangna. Liðlega fimm kílómetra löng jarðgöng eru talin lykilþáttur í að rjúfa þessa einangrun.

Jarðgöngin myndu leysa af hina 550 metra háu Hrafnseyrarheiði.

Umdæmisverkfræðingurinn telur að í framtíðinni verði aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um Dýrafjarðarbrú og jarðgöngin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×