Innlent

Helga Jónsdóttir ráðin bæjarstjóri Fjarðarbyggðar

Helga Jónsdóttir, lögræðingur hefur verið ráðin bæjarstjóri Fjarðarbyggðar til næstu fjögurra ára. Allir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögu bæjarráðs um að bjóða Helgu embættið.

Helga var borgarritari í Reykjavík frá 1995 og sviðsstjóri Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar frá árinu 2005 til dagsins í dag. Helga starfaði sem varafastafulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í framkvæmdastjórn Alþjóðabankastofnana í Bandaríkjunum á árunum frá 1992 - 1995.

Áður starfaði hún sem skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og forsætisráðherra og þar áður sem fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og fulltrúi yfirborgarfógeta í skiptarétti Reykjavíkur.

Auk þess hefur Helga gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum s.s. sem stjórnarformaður Landsvirkjunar, Tryggingaráðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hún situr í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, Minjaverndar, Stofnun stjórnsýslu og stjórnmála við HÍ og í Doktorsnefnd lagadeildar HÍ.

Helga Jónsdóttir er lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands. Eiginmaður Helgu er Helgi H. Jónsson fréttamaður og eiga þau þrjú börn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×