Innlent

Atvinnuleysi 4% á öðrum ársfjórðungi

Að meðaltali 7.200 manns voru án vinnu á öðrum ársfjórðungi þessa árs eða fjögur prósent af vinnuafli samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Atvinnuleysi mældist 3,9% hjá körlum en 4,1% hjá konum. Meirihluti atvinnulausra voru námsmenn. Á öðrum ársfjórðungi 2005 mældist atvinnuleysi þrjú prósent.

Fjöldi starfandi á öðrum ársfjórðungi 2006 var 171.600 manns og fjölgaði um 7.800 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 178.700 manns sem jafngildir 85,1% atvinnuþátttöku. Atvinnuþátttaka karla var 89,8% en kvenna 80,1%. Til þeirra sem eru á vinnumarkaði teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×