Innlent

Skaðabótakröfu vegna fyrirhugaðrar ættleiðingar vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá skaðabótakröfu konu sem krafði íslenska ríkið um greiðslu kostnaðar vegna ættleiðingar.

Fyrir tæplega sjö árum fæddi konan barn á Landspítalanum en fljótlega kom í ljós að læknamistök hefðu átt sér stað við fæðingu og konan gæti ekki eignast fleiri börn. Mistök þessi hafa verið viðurkennd en einungis bætt að hluta að mati konunnar. Konan telur að ríkið eigi að bera kostnað af fyrirhugaðri ættleiðingu hennar á tveimur börnum frá Kína. Í morgun var íslenska ríkið dæmt til að greiða konunni 1 milljón króna í skaðabætur en kröfu hennar vegna fyrirhugaðra ættleiðinga var vísað frá.

Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður konunnar, segir að hefði hún verið búin að leggja út fyrir kostnaði sem fylgir því að ættleiða barn þá hefði hún hugsanlega fengið greiddar bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×