Innlent

Skálholtshátíð um næstu helgi

Skálholtshátíð í ár verður haldin helgina 21. til 23. júlí. Hátíðin verður með nokkuð sérstöku móti í ár, þar sem nú verður minnst þess að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins. Sá atburður markar þau tímamót að með biskupsdæmi á Íslandi í miðaldarkirkjunni var Íslandi komið inn á landabréf Evrópu þess tíma.

Hátíðin hefst á föstudaginn næstkomandi, kl. 18:00, með því að sungin verður rómversk biskupsmessa af kaþólska biskupnum í Reykjavík, herra Gijsen. Á laugardaginn verða svo samkomur í kirkjunni klukkan 14:00 og 16:30 og mun dóms og kirkjumálaráðherra Björn Bjarnason flytja ávarp. Á sunnudeginum verðu einnig margt í boði, meðal annars, Slagverkshópurinn Steintryggur, hópreið, Ísleifsþáttur lesinn og fleira. Gengið verður svo til messu klukkan 14:00

Góðir erlendir gestir verða viðstaddir hátíðahaldið en meðal þeirra má nefna fjóra norræna biskupa frá Hróarskeldu, Bodö, Færeyjum og Grænlandi en auk þess er vænst gesta sem víðast að af landinu, Skálholtsvina, til að fagna 950 ára afmæli Skálholtsstóls og því starfi sem þar hefur verið unnið

Góðir erlendir gestir verða viðstaddir hátíðahaldið en meðal þeirra má nefna fjóra norræna biskupa frá Hróarskeldu, Bodö, Færeyjum og Grænlandi en auk þess er vænst gesta sem víðast að af landinu, Skálholtsvina, til að fagna 950 ára afmæli Skálholtsstóls og því starfi sem þar hefur verið unnið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×