Innlent

S&P lækkar lánshæfismat Íbúðalánasjóðs

Standard & Poor´s lækkaði í dag lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Átæðurnar eru minnkandi markaðshlutdeild sjóðsins eftir innkomu bankanna á íbúðalánamarkað haustið 2004 og óvissa varðandi framtíð hans. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum KB-banka. Þar segir einnig að mikil óvissa sé um framtíð sjóðsins og að pólitísk umræða sé um opinbert hlutverk hans. Um leið var lánshæfismatið fært af athugunarlista, en það hafði verið sett á listann í mars í ár með neikvæðum horfum.

Í fréttum Kb-banka kemur einnig fram að í kjölfar tilkynningar S&P hafi krónan veikst um rúmt 0,6% og hlutabréf lækað í verði en við lok dags hafði úrvalsvísitalan lækkað um 1,5%.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×