Innlent

Seglskipið Sedov kemur til Reykjavíkur

Á miðvikudaginn næskomandi mun seglskipið Sedov, sem er eitt stærsta og glæsilegasta skip sinnar tegundar, leggjast að Grandabakka í gömlu Reykjavíkurhöfn.

Á fimmtudaginn gefst svo áhugasömum gestum tækifæri til að skoða skipið frá klukkan 10:00 til 22:00.

Sedov var byggt árið 1921 í Þýskalandi en hefur siglt undir rússneskum fána frá því árið 1945. Í dag er þetta glæsilega fjögurra mastra skip skólaskip  fyrir Tækniháskólann í Murmansk og með því koma 110 kadettar ásamt 50 manna áhöfn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×