Innlent

Stjórnsýsluúttekt gerð á Strætó

Gerð verður rekstrar- og stjórnsýsluúttekt á Strætó að beiðni borgaryfirvalda. Borgarfulltrúi í stjórn fyrirtækisins segir meirihlutann í borgarstjórn hafa verið upplýstan um þjónustuskerðingu fyrirtækisins.

Strætó bs. hefur dregið saman seglin til þess að mæta hallarekstri. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkur, sagðist í fréttum NFS í gær ósáttur við niðurfellingu stofnleiðar fimm og undraðist að hafa ekki fengið kynningu á breytingunum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi í stjórn Strætó, segir breytingarnar hafa verið kynntar fyrir meirihlutanum og þær samþykktar. Hún segir ekki ósamkomulag ríkja á milli sín og Gísla Marteins heldur hafi hann verið að tala um að fyrirtækið hafi ekki nægilega mikið samráð við þá sem fara með samgöngumál í borginni.

Þorbjörg segir kerfið sem nýr meirihluti fékk í hendurnar hafa verið gallað. Dagur B. Eggertsson segir kerfið gott og það hafi ekki verið reynt nægilega.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×