Innlent

Átak gegn mávum í Hafnarfirði

Mávar á Tjörninni í Reykjavík
Mávar á Tjörninni í Reykjavík MYND/Valgarður Gíslason

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa ákveðið að fylgja eftir átaki Sjálfstæðismanna í Reykjavík og fækka mávum sem sagðir eru herja á bæjarbúa. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að mávurinn veki ótta hjá hafnfirskum börnum auk þess sem hann sæki í rusl og annað ætilegt í bænum.

Í tilkynningunni á heimasíðu bæjarins segir að mávurinn hafi orðið hungraður eftir að skólpútrásum við Herjólfsgötu í Hafnarfirði hafi verið lokað. Hann sæki því grimmt í rusl auk þess sem hann sé atgangsharður við lækinn þar sem öndunum er gefið brauð.

Átakið í Hafnarfirði er þegar hafið þó bæjaryfirvöld séu ekki bjartsýn. Þau segja líklegt að þó hafnfirska mávinum fækki muni bræður hans frá Reykjavík einfaldlega koma í staðinn. Til að ná raunverulegum árangri þyrfti útrýmingarherferðin að standa í mörg ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×