Innlent

Ryksugurisi í mál við NilFisk

NilFisk
NilFisk

Meðlimir Stokkseyar-bakka-bandsins Nilfisk, eiga yfir höfði sér lögsókn að hálfu ryksuguframleiðandans Nilfisk. Ryksugurisinn krefst þess að hljómsveitin samnefnda breyti heiti sínu og að allur varningur hennar verði gerður upptækur.

Piltarnir í hljómsveitinni Nilfisk urðu Íslendingum fyrst að góðu kunnir árið 2003 en þá hituðu upp fyrir bandarísku hljómsveitina Foo Fighters kunn er um alla veröld. Tildrög þess voru þau að eftir að sjálfur söngvari Foo figthers David Grohl, fyrrverandi trommari Nirvarna, hafði lokið máltíð á Stokkseyri gekk hann á tóna sem honum bárust til eyrna úr nærliggjandi skúr. Þar inni hitti hann fyrir unga drengi á hljómsveitaræfingu og svo heillaður varð rokkarinn að hann bað þá um að hita upp fyrir hljómsveit sína.

Atburðurinn vakti mikla athygli á sínum tíma. En nú hefur annar risi sýnt Stokkseyra-bandinu áhuga. Reyndar er það ekki goðsögn úr samtímatónlistinni sem hefur augastað á drengunum nú heldur risa ryksuguframleiðandinn Nilfisk.

Ryksuguframleiðandinn hótar drengjunum lögsókn breyti þeir ekki nafni sínu og innkalli varning sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×