Innlent

Hægt að lækka matvælaverð um fjórðung

Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag.

Tíu manna matvælanefnd sem forsætisráðherra skipaði í byrjun árs í því skyni að lækka verð á matvöru gat ekki skilað sameiginlegri niðurstöðu. Formaður nefndarinnar skilaði hins vegar skýrslu um vinnu nefndarinnar þar sem finna má tillögur um lækkun matvælaverðs.

Ef vörugjald verður afnumið má lækka ársreikning heimila í landinu um tæp 22 þúsund. Ef felldir verða niður tollar lækkar reikningurinn um tæp níu þúsund og um rúm átta þúsund til viðbótar verði virðisaukaskattur sæmræmdur í fjórtán prósent. Enn bætist við ef virðisaukaskatts af veitingaþjónustu verður lækkaður eða um nærri ellefu þúsund krónur. Með þessu gæti matarreikningurinn lækkað um fimmtíu þúsund krónur á ári.

Mestu munar þó um lækkun eða fullt afnám tollverndar af búvöru. Við helmingslækkun tollverndarinnar næst fram rúmlega fjörtíu þúsunda lækkun á ári og við fullt afnám lækkar matarreikningurinn um nærri 82 þúsund. Við helmings afnám tollverndar á búvöru yrðihlutfallslegt verð hér svipað og á Norðurlöndunum fyrir utan Noreg og við fullt afnám yrði verðið komið niður undir meðaltal ESB ríkjanna.

Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri telur einnig mikilvægt að einfalda stjórnsýslu í álagningu skatta og tolla því þau séu flókin og ógangsæ og þar spilar undnaþágukerfið sinn þátt.

Inn í skýrslunni er þó ekki gert ráð fyrir betra innkaupaverði sem byrgjar gætu fengið með lægra matvöruverði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×