Innlent

Mánaðarlaun hækkuðu um 10,4% frá 2004 til 2005

Á seinasta ári voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund króna, heildarmánaðarlaun 315 þúsund krónur og árslaun 4,2 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Eins segir að heildarfjöldi greiddra stunda að baki árslaunum var að meðaltali 45,7 klukkustundir á viku. Reglulega mánaðarlaun hækkuðu um 10,4% frá 2004 til 2005 en heldarmánaðarlaun um12,6% og árslaun um 12,9% milli áranna.

Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum frá fyrirtækjum í launakönnun Hagstofunnar sem starfa í iðnaði, mannvirkjagerð, byggingarstarfsemi, verslun og viðgerðarþjónustu og samgöngum og flutningum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×