Innlent

Blóðgjafafélag Íslands 25 ára

Blóðgjafafélag Íslands á stórafmæli sunnudaginn næstkomandi en þá verður það 25 ára gamalt.

Félagið var stofnað 16. júlí 1981, fyrir forgöngu Ólafs Jenssonar yfirlæknis Blóðbankans. Formenn félagsins hafa verið fjórir frá upphafi, Ólafur Jensson sat sem formaður til 1993, Anna María Snorradóttir, hjúkrunarfræðingur 1993-1994, Björn Harðarson líffræðingur 1994-2004 og þá tók núverandi formaður, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, við stöðunni.

Blóðgjafafélag Íslands tók snemma yfir sjóð sem hafði tekjur af útflutningi plasma, en hann lagðist niður árið 1985 og varð þá félagið tekjulaust. Alþingi hefur lagt til framlag af fjárlögum nú um nokkurt skeið.

Félagið er félagi í Alþjóðablógjafasamtökunum IFBDO og hefur verið það allt frá 1998.  Meðal markmiða IFBDO eru sjálfbærni blóðs frá sjálfboðaliðum sem þiggja ekki greiðslu fyrir gjöfina og að stuðla að auknu trausti almennings á blóðframboði þjóða með því að samstila öryggisstaðla og eftirlit með blóðgjöfum.

Í október stendur Blóðgjafafélagið fyrir ráðstefnu þjóða við Eystrasalt og Norðurlandanna um blóðgjöf á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×