Magni áfram í Rockstar

Magni Ásgeirsson söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, komst áfram í söngvarakeppninni Rockstar: Supernova , á CBS sjónvarpsstöðinni. Einn féll út í gærkvöldi og eru þá þrettán eftir, sem keppa að því að verða útnefndir: söngvari hljómsveitarinnar Supernova, sem skartar nokkrum heimsfrægum rokkrum.