Innlent

Vill fá allt húsnæðið að Snorrabraut undir Blóðbankann

Stjórnvöld og yfirstjórn Landsspítalans eiga að nýta tækifærið og flytja Blóðbankann í húsnæði sem rúmar alla starfsemina segir Sveinn Guðmundsson, blóðbankastjóri. Hann gagnrýnir harðlega ummæli ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins vegna fyrirhugaðra flutninga.

Blóðbankinn hefur búið við afar þröngan kost undanfarin ár og hefur barist fyrir rýmra húsnæði lengi. Nú virðist loks vera að birta til og til stendur að flytja bankann í húsnæði Landsspítalans við Snorrabraut. Blóðbankinn fær þó ekki allt húsnæðið því að efstu hæð hússins á að fara undir Alfreð Þorsteinssonar og stjórnina um væntanlega byggingu hátæknisjúkrahúss. Sveinn Guðmundsson, blóðbankastjóri undrast að menn nýti ekki tækifærið nú og útvegi blóðbankanum það húsnæði sem hann þarf á að halda.

Hann segir og að ummæli ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins ótrúleg og lýsa metnaðarleysi en ráðuneytisstjóri hefur sagt í fjölmiðlum að Blóðbankinn verði að búa við þröngan kost eins og aðrar deildir Landspítalans. Sveinn segir sérstök alþjóleg lög gilda um blóðbanka sem ráðuneytisstjóra sé kunnugt um enda sitji hann í nefndum á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×