Innlent

Samruni lyfsölufyrirtækja ógiltur

Samkeppniseftirlitið ógilti í gær samruna lyfsölufyrirtækjanna Lyfja og heilsu og Lyfjavers. Í úrskurðinum segir að skaðlegra áhrifa samrunans hefði að óbreyttu aðallega gætt á markaði fyrir smásölu lyfja og á markaði fyrir lyfjaskömmtun en sá markaður hefur vaxið á undanförnum árum. Í krafti stöðu sinnar hefði félagið takmarkað samkeppni og getað hagað verðlagningu, þjónustu og viðskiptaskilmálum að verulegu leyti án tillits til keppinauta eða viðskiptavina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×