Innlent

Níu lóðir standa eftir

Níu lóðir í landi Úlfarsárdals standa eftir en þær voru í hópi 104 lóða sem boðnar voru út í febrúar. Lóðirnar verða settar í hóp lóða í sama hverfi sem er óráðstafað. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti þeim verður útdeilt.

Níu lóðum, fjórum parhúsalóðum og fimm einbýlishúsalóðum er óráðstafað. Hæsta boð í einbýlishúsalóðirnar átti Benedikt Jósepsson eigandi verktakafyrirtækisins ByggBen en hann átti hæsta tilboð í 39 af fjörtíu lóðum. Eftir útboðið var ákveðið að hver einstaklingur fengi aðeins eina lóð og fékk hann að velja eina af þeim lóðum sem hann bauð hæst í.

Margar ástæður gætu verið skýring þess að fólk hefur hætt við lóðakaupin. Ein þeirra gæti verið að nýr meirihluti í borgarstjórn, sagðist í aðdraganda kosninga, ætla fleiri lóðir til nýbygginga fyrir einstaklinga til þess að verðið yrði viðráðanlegra. Aðrar gætu verið meira aðhald bankanna í útlánum og aukin verðbólga. En voru tilboðin ekki bindandi.

Lóðirnar fara í sama pott og þeim lóðum í hverfinu sem ekki hefur verið ráðstafað en það verður líklega gert öðru hvoru megin við áramótin. Með hvaða hætti mun nýr meirihluti í borginni ákveða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×