Innlent

Góðæri hjá útgerðarfélögum

Góðæri ríkir nú hjá útgerðarfélögunum þar sem verðmæti fiskiaflans hefur hækkað mikið á þessu ári á sama tíma og gengi krónunnar hefur veikst. Ekki er útlit fyrir að verð á aflanum lækki á næstunni.

 Meðalverð á mörkuðum hefur hækkað að undanförnu um 18 prósent. Þannig hefur til að mynda verðið á ýsu hækkað um rúm 30 prósent, á þorski um 12,5 prósent og á ufsa um tæp 88 prósent. Og útlitið er bjart fyrir útgerðarmenn því í júní mánuði var sett met á íslensku fiskimörkuðunum en þá fór meðalkílóverð í 148 krónur sem er það hæsta sem fengist hefur í þeim mánuði frá stofnun fiskmarkaða.



Meðalverð á mörkuðum hefur hækkað að undanförnu um 18 prósent. Þannig hefur til að mynda verðið á ýsu hækkað um rúm 30 prósent, á þorski um 12,5 prósent og á ufsa um tæp 88 prósent. Og útlitið er bjart fyrir útgerðarmenn því í júní mánuði var sett met á íslensku fiskimörkuðunum en þá fór meðalkílóverð í 148 krónur sem er það hæsta sem fengist hefur í þeim mánuði frá stofnun fiskmarkaða.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×