Innlent

Skáldaganga um gamla kirkjugarðinn

Borgarbókasafn Reykjavíkur býður til kvöldgöngu um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu á fimmtudaginn. Skáldin og bókaverðirnir Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir munu leiða gönguna, sem er hluti af göngudagskrá menningarstofnana borgarinnar, Kvöldgöngur úr Kvosinni, sem nú er boðið upp á annað árið í röð.

Í Hólavallagarði hvíla mörg skáld og ætla Jónína og Einar að leiða gesti um garðinn og staldra við hjá nokkrum þessara skálda, segja af þeim sögur og lesa úr verkum þeirra. Einnig verður farið að minningarreit um franska sjómenn og vökumaður garðsins heimsóttur svo eitthvað sé nefnt. Gangan hefst um átta í Grófinni og tekur um klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×