Innlent

Forseti Íslands í kvöldverðarboði í Hvíta húsinu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú sátu í gær kvöldverð í Hvíta húsinu í boði George Bush forseta Bandaríkjanna og Laura Bush forsetafrúar. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að kvöldverðurinn hafi verið helgaður starfi Ólympíuleika andlegra fatlaðra og afmæli Eunice Kennedy Shriver, stofnanda Special Olympics og systur John F. Kennedy fyrrum forseta Bandaríkjanna. Fjölmargir forystumenn úr bandarískum stjórnmálum, atvinnu- og fjármálalífi sátu kvöldverðinn, ásamt tólf andlega fötluðum íþróttamönnum sem náð hafa sérstökum árangri í íþrótt sinni. Forseti Íslands færði forseta Bandaríkjanna að gjöf íslenskan lax og skyr í tilefni af sextugsafmæli George W. Bush fyrir nokkrum dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×