Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum 27. júní 2006 23:37 Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Í hópnum sem um ræðir eru þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar ásamt öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum svæðisskrifstofanna víða um land. Þeir eru þreyttir á bið stofnanasamningi sem gera átti eftir kjarasamninga í fyrra en viðræður sem staðið hafa frá því í febrúar hafa engu skilað. Ásta Knútsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi hjá svæðisskristofunni í Reykjavík, segir að þreytan sé mest vegna þess að ríkið hafi þegar samið við ófaglærða hjá svæðisskrifstofunum. Þeir hafi sem betur fer fengið viðunandi launahækkanir og það hafi verið kominn tími til. Nú sé bilið milli faglærðra og ófaglærðra hins vegar orðið lítið og í sumum tilfellum muni aðeins 5000 krónum á launum. Tveir samningafundir milli Bandalags háskólamanna og ríkisins hafa verið haldnir síðustu fimm vikur og að sögn Ástu ber töluvert í milli. Ekki sé verið að gera meiri kröfur en aðrir hafi samið um hjá borginni. Ásta segist ekki geta nefnt nákvæmar tölur og prósentur í þessu sambandi en það sem sé á samningaborðinu sé á bilinu 25-30 þúsund krónum lægra en borgin sé búin að semja við sitt háskólamenntaða fólk um. Hjá sumum starfsmannanna er þolinmæðin að verða á þrotum. Ásta segir að hún viti af mörgum sem íhugi uppsögn og þá hafi sumir þegar tilkynnt yfirmönnum sínum að þeir hyggist segja upp um næstu mánaðamót verði ekki samið fyrir þann tíma. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Í hópnum sem um ræðir eru þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar ásamt öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum svæðisskrifstofanna víða um land. Þeir eru þreyttir á bið stofnanasamningi sem gera átti eftir kjarasamninga í fyrra en viðræður sem staðið hafa frá því í febrúar hafa engu skilað. Ásta Knútsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi hjá svæðisskristofunni í Reykjavík, segir að þreytan sé mest vegna þess að ríkið hafi þegar samið við ófaglærða hjá svæðisskrifstofunum. Þeir hafi sem betur fer fengið viðunandi launahækkanir og það hafi verið kominn tími til. Nú sé bilið milli faglærðra og ófaglærðra hins vegar orðið lítið og í sumum tilfellum muni aðeins 5000 krónum á launum. Tveir samningafundir milli Bandalags háskólamanna og ríkisins hafa verið haldnir síðustu fimm vikur og að sögn Ástu ber töluvert í milli. Ekki sé verið að gera meiri kröfur en aðrir hafi samið um hjá borginni. Ásta segist ekki geta nefnt nákvæmar tölur og prósentur í þessu sambandi en það sem sé á samningaborðinu sé á bilinu 25-30 þúsund krónum lægra en borgin sé búin að semja við sitt háskólamenntaða fólk um. Hjá sumum starfsmannanna er þolinmæðin að verða á þrotum. Ásta segir að hún viti af mörgum sem íhugi uppsögn og þá hafi sumir þegar tilkynnt yfirmönnum sínum að þeir hyggist segja upp um næstu mánaðamót verði ekki samið fyrir þann tíma.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira