Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu 27. júní 2006 18:00 Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Ríkisstjórninn samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar tillögur sem miða að því að draga úr þenslu. Ætlunin er að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs tímabundið í 80 prósent og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 og verður útboðum og upphafi nýrra framkvæmda á vegum ríkisins frestað. Þá hyggjast stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög um að draga úr fjárfestingum þeirra á þessu ári. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að tryggt sé að Íbúðalánasjóður verði hluti af hagstjórnartækjum yfirvalda. Hann segir að á hinn bóginn lítist honum ágætlega á það að framkvæmdum sé frestað eins og hægt sé. Stóru tölurnar liggi hins vegar í íbúðaframkvæmdum og það muni vega mjög þungt í baráttunni við verðbólgu að verð á fasteignum hætti að hækka. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ segir aðgerðir yfirvalda mjög mikilvægar í verðbólgubaráttunni og mildilega sé gengið að Íbúðalánasjóði. Ef gengið hefði verið mjög hart fram þá hefði það getað haft örlagaríkar afleiðingar fyrir það fólk sem hafi verið að kaupa sér íbúðir á síðustu tveimur árum þar sem íbúðaverð hafi rokið upp. Slík ákvörðun hefði vætanlega haft í för með sér verulega lækkun á húsnæðisverði. Vilhjálmur og Grétar telja báðir að verðbólgan verði ekki komin niður að markmiði Seðlabankans fyrr en seint á næsta ári og segja aðgerðirnar gott skref í framhaldi af samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Aðspurður hvort aðgerðirnar séu nægar segir Vilhjálmur að þetta sé mjög gott fyrsta skref og svo skuli menn sjá til. Grétar segir að væntanlega muni ríkisstjórnin endurskoða hugmyndirnar þegar líði á sumarið eða í haust en þær hafi veroið mikilvægar og mikilvægt að þær hafi komið fram nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Ríkisstjórninn samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar tillögur sem miða að því að draga úr þenslu. Ætlunin er að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs tímabundið í 80 prósent og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 og verður útboðum og upphafi nýrra framkvæmda á vegum ríkisins frestað. Þá hyggjast stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög um að draga úr fjárfestingum þeirra á þessu ári. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að tryggt sé að Íbúðalánasjóður verði hluti af hagstjórnartækjum yfirvalda. Hann segir að á hinn bóginn lítist honum ágætlega á það að framkvæmdum sé frestað eins og hægt sé. Stóru tölurnar liggi hins vegar í íbúðaframkvæmdum og það muni vega mjög þungt í baráttunni við verðbólgu að verð á fasteignum hætti að hækka. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ segir aðgerðir yfirvalda mjög mikilvægar í verðbólgubaráttunni og mildilega sé gengið að Íbúðalánasjóði. Ef gengið hefði verið mjög hart fram þá hefði það getað haft örlagaríkar afleiðingar fyrir það fólk sem hafi verið að kaupa sér íbúðir á síðustu tveimur árum þar sem íbúðaverð hafi rokið upp. Slík ákvörðun hefði vætanlega haft í för með sér verulega lækkun á húsnæðisverði. Vilhjálmur og Grétar telja báðir að verðbólgan verði ekki komin niður að markmiði Seðlabankans fyrr en seint á næsta ári og segja aðgerðirnar gott skref í framhaldi af samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Aðspurður hvort aðgerðirnar séu nægar segir Vilhjálmur að þetta sé mjög gott fyrsta skref og svo skuli menn sjá til. Grétar segir að væntanlega muni ríkisstjórnin endurskoða hugmyndirnar þegar líði á sumarið eða í haust en þær hafi veroið mikilvægar og mikilvægt að þær hafi komið fram nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira