Forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum ekki fyrir hendi nú 21. júní 2006 12:00 Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. Forsetar Alþýðusambands Íslands funduðu í gær með ráðherrum í ríkisstjórinni eftir að ASÍ og Samtök atvinnulífsins komust að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum og um tillögur til að styrkja vinnumarkaðinn. Með þeim er ætlunin að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga um næstu áramót og reyna að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. ASÍ hefur í tengslum við samningana gert kröfur um að stjórnvöld endurskoði barnabóta- og vaxtabótakerfið og leggi meira fé til starfsmenntamála. Þá vill ASÍ að breytingar verði á eftirlaunakjörum æðstu embættismanna og jafnframt lægra skattþrep fyrir þá sem lægst hafa launin. Ekki hefur verið vikið frá þeim kröfum. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir stjórnvöld hafa nefnt aðrar aðgerðir sem þau segi ná sömu markmiðum og þá með því að hækka skattleysismörk. Þar séu tvö vandamál uppi að mati ASÍ. Í fyrsta lagi hafi þessar aðgerðir ekki sömu áhrif og í annað stað sé alveg ljóst að ákvarðanir um skattleysismörk séu teknar árlega og menn hafi horft á það síðustu árin hvernig skattleysismörk hafi verið að lækka að raungildi og ekkert sé í spiliunum sem segi að jafnvel þótt eitthvað verði spýtt inn í þau núna, að þau muni ekki lækka að raungildi í staðinn eftir ár. Halldór segir boltann hjá ríkisstjórninni. Beðið sé eftir því að frá henni komi útspil sem gefi tilefni til að ætla að það séu forsendur til að halda viðræðunum áfram. Svo sé ekki eins og staðan sé núna. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. Forsetar Alþýðusambands Íslands funduðu í gær með ráðherrum í ríkisstjórinni eftir að ASÍ og Samtök atvinnulífsins komust að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum og um tillögur til að styrkja vinnumarkaðinn. Með þeim er ætlunin að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga um næstu áramót og reyna að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. ASÍ hefur í tengslum við samningana gert kröfur um að stjórnvöld endurskoði barnabóta- og vaxtabótakerfið og leggi meira fé til starfsmenntamála. Þá vill ASÍ að breytingar verði á eftirlaunakjörum æðstu embættismanna og jafnframt lægra skattþrep fyrir þá sem lægst hafa launin. Ekki hefur verið vikið frá þeim kröfum. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir stjórnvöld hafa nefnt aðrar aðgerðir sem þau segi ná sömu markmiðum og þá með því að hækka skattleysismörk. Þar séu tvö vandamál uppi að mati ASÍ. Í fyrsta lagi hafi þessar aðgerðir ekki sömu áhrif og í annað stað sé alveg ljóst að ákvarðanir um skattleysismörk séu teknar árlega og menn hafi horft á það síðustu árin hvernig skattleysismörk hafi verið að lækka að raungildi og ekkert sé í spiliunum sem segi að jafnvel þótt eitthvað verði spýtt inn í þau núna, að þau muni ekki lækka að raungildi í staðinn eftir ár. Halldór segir boltann hjá ríkisstjórninni. Beðið sé eftir því að frá henni komi útspil sem gefi tilefni til að ætla að það séu forsendur til að halda viðræðunum áfram. Svo sé ekki eins og staðan sé núna.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira