Forsætisráðherra vill bíða skýrslu um símhleranir 1. júní 2006 12:45 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra MYND/Stefán Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur greindi frá því á dögunum að samkvæmt rannsóknum bendi margt til þess að íslensk stjórnvöld hafi látið hlera síma ýmissa manna hér á landi á árunum 1945-1968, þar á meðal þingmanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að utanaðkomandi aðilar rannsaki málið og skili skýrslu fyrir árslok. Utandagskrárumræða um málið fór fram á Alþingi í morgun en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði meðal annars að henni þætti eðlilegast að Alþingi kæmi að málinu frá upphafi og forseti þingsins kallaði formenn þingflokkanna til fundar um það hið fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tóku undir orð Ingibjargar og benti Steingrímur m.a. á að þegar upp komst um hleranir á símum þingmanna þar í landi hefði norska þingið stýrt rannsókn á málinu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var hins vegar á öðru máli á þinginu í morgun. Hann vill ekkert aðhafast vegna hinna meintra símhlerana fyrr en hinir utanaðkomandi aðilar hafi skilað skýrslu um málið. Og Halldór hvatti þingmenn til þess að gefa sér tíma þar til þær upplýsingar lægu fyrir. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir orð forsætisráðherra og sagði að réttast væri að bíða niðurstöðu hinnar fyrirhugðu rannsóknar. Hann telur eðlilegast að Alþingi sameinist um áðurnefnda þingsályktunartillögu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur greindi frá því á dögunum að samkvæmt rannsóknum bendi margt til þess að íslensk stjórnvöld hafi látið hlera síma ýmissa manna hér á landi á árunum 1945-1968, þar á meðal þingmanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að utanaðkomandi aðilar rannsaki málið og skili skýrslu fyrir árslok. Utandagskrárumræða um málið fór fram á Alþingi í morgun en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði meðal annars að henni þætti eðlilegast að Alþingi kæmi að málinu frá upphafi og forseti þingsins kallaði formenn þingflokkanna til fundar um það hið fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tóku undir orð Ingibjargar og benti Steingrímur m.a. á að þegar upp komst um hleranir á símum þingmanna þar í landi hefði norska þingið stýrt rannsókn á málinu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var hins vegar á öðru máli á þinginu í morgun. Hann vill ekkert aðhafast vegna hinna meintra símhlerana fyrr en hinir utanaðkomandi aðilar hafi skilað skýrslu um málið. Og Halldór hvatti þingmenn til þess að gefa sér tíma þar til þær upplýsingar lægu fyrir. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir orð forsætisráðherra og sagði að réttast væri að bíða niðurstöðu hinnar fyrirhugðu rannsóknar. Hann telur eðlilegast að Alþingi sameinist um áðurnefnda þingsályktunartillögu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira