Innlent

Finnland sigraði með "Hard Rock Hallelujah"

Framlag Finnlands sigraði nokkuð örugglega í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Aþenu í Grikklandi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnland sigrar Eurovision en þetta er í 40. sinn sem Finnar taka þátt. Finnland leiddi nánast alla atkvæðagreiðsluna og hlaut samtals 292 stig. Í öðru sæti varð Rússland, Bosnía Hersegóvína í þriðja og Rúmenía í fjórða sæti.

 

Framlag Svíþjóðar, lagið "Invincible" sem Carola söng, þótti sigurstranglegast en Svíar enduðu í fimmta sæti.

18.500 manns voru í OAKA höllinni í Aþenu og fylgdust með keppninni, ásamt 2.000 blaða- og fréttamönnum alls staðar að úr heiminum.

Írar eru sigursælastir allra í Eurovision en þeir hafa unnið keppnina sjö sinnum. Bretland, Frakkland og Lúxemborg hafa unnið keppnina fimm sinnum.

Sigur finnsku rokksveitarinnar Lordi í kvöld þýðir að Eurovision verður haldin í Helsinki í Finnlandi að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×