Innlent

Samið um kaup í Fjarðaáli

Frá vinnu við byggingu álversins.
Frá vinnu við byggingu álversins.

Í dag var gengið frá kjarasamningum fyrir þá starfsmenn sem koma til með að vinna hjá álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði. Fulltrúar Alcoa Fjarðaáls, Starfsgreinafélags Austurlands, Rafiðnaðarsambands Íslands og Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar skrifuðu undir vinnustaðasamninginn í dag.

Samningurinn gildir frá næstu mánaðamótum til 30. nóvember árið 2010. Hann tekur til flestra þeirra sem munu vinna við framleiðslu og viðhald í álverinu. Búið er að ráða 50 manns en búist er við að alls verði 140 manns ráðnir til starfa áður en árið er úti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×