Eyþór dregur sig út úr kosningabaráttu 14. maí 2006 22:59 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg hættir kosningabaráttu og tekur ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann hlýtur fyrir ölvunarakstur í nótt. Þá hyggst Eyþór fara í áfengismeðferð. Þetta er niðurstaða fundahalda Eyþórs með forystu Sjálfstæðisflokksins og samstarfsmönnum í Sjálfstæðisflokknum í Árborg. Eins og komið hefur fram var Eyþór handtekinn ásamt unnutu sinni í nótt en þau voru grunuð um að hafa ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Pólitísk staða Eyþórs í Árborg hefur verið afar sterk. Hann sigraði með yfirburðum í prófkjöri í sveitarfélaginu og hefur haft afar sterka stöðu samkæmt sköðanakönnunum. Félagsvísindastofnun mældi fylgi flokkana í Árborg fyrir og hafði fylgi Sjálfstæðisflokksins þá tvöfalldast frá síðustu kosningum - farið úr 25 prósentum í 51 prósent. Flestum ber saman um að þessi mikla fylgisaukning hafi að stórum hluta skrifast á ferska innkomu Eyþórs í hina pólitísku baráttu í Árborg. Eyþór Arnalds flutti nýverið ásamt unnustu sinni á bæinn Hreiðurborg sem er miðja vegu á milli Selfoss og Eyrarbakka. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík og var á sínum tíma jafnvel orðaður við að oddastöðu í borgarpólitíkinni. Eyþór var framkvæmdastjóri Íslandssíma og er þekktur fyrir tónlistarstörf - einkum í hljómsveitinni Todmobile. Í yfirlýsingu sem Eyþór sendi frá sér í kvöld segist Eyþór iðrast af heilum hug og biður afsökunar á framferði sínu. "Ég tel að áfengi hafi brenglað dómgreind mína með alvarlegum afleiðingum og hef í kjölfar þessa atburðar ákveðið að fara í áfengismeðaferð," segir Eyþór Arnalds í yfirlýsingu sinni. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg hættir kosningabaráttu og tekur ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann hlýtur fyrir ölvunarakstur í nótt. Þá hyggst Eyþór fara í áfengismeðferð. Þetta er niðurstaða fundahalda Eyþórs með forystu Sjálfstæðisflokksins og samstarfsmönnum í Sjálfstæðisflokknum í Árborg. Eins og komið hefur fram var Eyþór handtekinn ásamt unnutu sinni í nótt en þau voru grunuð um að hafa ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Pólitísk staða Eyþórs í Árborg hefur verið afar sterk. Hann sigraði með yfirburðum í prófkjöri í sveitarfélaginu og hefur haft afar sterka stöðu samkæmt sköðanakönnunum. Félagsvísindastofnun mældi fylgi flokkana í Árborg fyrir og hafði fylgi Sjálfstæðisflokksins þá tvöfalldast frá síðustu kosningum - farið úr 25 prósentum í 51 prósent. Flestum ber saman um að þessi mikla fylgisaukning hafi að stórum hluta skrifast á ferska innkomu Eyþórs í hina pólitísku baráttu í Árborg. Eyþór Arnalds flutti nýverið ásamt unnustu sinni á bæinn Hreiðurborg sem er miðja vegu á milli Selfoss og Eyrarbakka. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík og var á sínum tíma jafnvel orðaður við að oddastöðu í borgarpólitíkinni. Eyþór var framkvæmdastjóri Íslandssíma og er þekktur fyrir tónlistarstörf - einkum í hljómsveitinni Todmobile. Í yfirlýsingu sem Eyþór sendi frá sér í kvöld segist Eyþór iðrast af heilum hug og biður afsökunar á framferði sínu. "Ég tel að áfengi hafi brenglað dómgreind mína með alvarlegum afleiðingum og hef í kjölfar þessa atburðar ákveðið að fara í áfengismeðaferð," segir Eyþór Arnalds í yfirlýsingu sinni.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira