Segir föður sinn hafa verið við stýri bátsins 8. maí 2006 19:12 Mynd/Valli Ellefu ára sonur Jónasar Garðarssonar, vitnaði í héraðsdómi í dag að faðir sinn hafi verið við stýrið skömmu eftir að bátur þeirra steytti á Skarfaskeri. Það sama sagði Matthildur Harðardóttir, sem lést í slysinu, í samtali við Neyðarlínuna. Jónas heldur því fram að Matthildur hafi verið við stýrið þegar skemmtibáturinn fórst en ákæruvaldið telur öll gögn benda til sektar Jónasar og krefst þriggja ára óskilorðsbundins fangelsisdóms yfir honum. Það var þrungið andrúmsloft í Héraðsdómi í dag þegar meðal annars voru spilaðar upptökur af samtölum við Neyðarlínuna, kvöldið örlagaríkja 10 september í fyrra þegar bátur Jónasar fórst. Ættingjar þeirra Matthildar Harðardóttur og Friðriks Hermannssonar sem létust í sjóslysinu sátu í réttarsal og hlýddu meðal annars á rödd Matthildar sem hringdi fyrst í Neyðarlínuna og tilkynnti um slysið. Hver er að stýra? spyr neyðarlínan og Matthildur svarar: Jónas Garðarsson - Hún reynir ítrekað, að beiðni neyðarlínunnar að fá Jónas í símann. Á þeirri stund situr báturinn enn á Skarfaskeri en sjór flæðir inn. Í dómssal eru einnig spiluð upptaka af símtölum eiginkonu Jónasar, Hörpu Helgadóttur þar sem hún biður grátandi um aðstoð: "Við erum að sökkva - við erum að deyja" - segir hún ítrekað". Í skýrslutöku sagði Harpa að maðurinn sinn hafi verið við stýrið þegar báturinn steytti á skerinu en þann framburð dró hún til baka og sagðist ekki muna hver stýrði. Jónas heldur því fram að hin látna, Matthildur hafi verið við stýrið. Í héraðsdómi í dag var spiluð upptaka af vitnisburði ellefur ára sonar Jónasar og Hörpu en hann var sofandi í lúkarnum þegar báturinn steytti á skerinu. Hann skýrði yfirvegað frá atburðum og sagðist hafa raknað við og hafi Friðrik þá legið ofan á fótum sér. Hann hafi ekki andað og verið látinn. Drengurinn greindi frá því að hann hafi losað sig og farið upp. Aðspurður um hvar fólkið var sagði hann að pabbi hafi verið við stýrið - staðið hjá stýrinu. Drengurinn staðsetti einnig Matthildi og móður sína á mynd sem ekki sást í Hérðaðsdómi en að sögn saksóknara var Matthildur á bekk á bak við stýrisbekkinn og Harpa við borðið. Harpa rifbrotnaði illa og er því haldið fram að það hafi verið við höggið fram á borðið. Matthildur var óbrotin og telur ákæruvaldið það sanna að hún hafi setið þannig að stýrisbekkurinn hafi varið hana. Á baki stýrisbekksins var kertavax - það sama sem einnig fannst á ermi Matthildar. Sonur Jónasar bar að Matthildur hafi hringt á Neyðarlínuna og farið niður að huga að Friðriki manni sínum. Minni drengsins brestur eftir það - en ljóst að bátnum hvolfir. Hörpu og drengnum tekst að komast á kjölinn - Jónas hangir í bátnum hálfur í sjó. Drengurinn sagðist hafa séð Matthildi fljótandi á grúfu í sjónum. Drengurinn var spurður hvort hann vissi hver hefði stýrt bátnum á meðan hann var sofandi og sagðist hann ekki vita það. Hann sagði þó að pabbi sinn hefði alltaf stýrt bátnum þegar farið var í siglingu og hann hefði stýrt bátnum áður en drengurinn sofnaði. Saksóknari telur sannað af læknisframburði, vitnisburði drengsins og aðstæðum að Jónas hafi verið við stýrið þegar skipið steytti á skeri þrátt fyrir að hann neiti því staðfastlega. Ákæruvaldið krafðist nú rétt fyrir fréttir þriggja ára fangelsisdóms yfir Jónasi og aðstandendur hinna látnu krefjast 20 milljóna í bætur. Málflutningur verjanda Jónasar hófst fyrir hálfri klukkustund og stendur að líkindum enn. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ellefu ára sonur Jónasar Garðarssonar, vitnaði í héraðsdómi í dag að faðir sinn hafi verið við stýrið skömmu eftir að bátur þeirra steytti á Skarfaskeri. Það sama sagði Matthildur Harðardóttir, sem lést í slysinu, í samtali við Neyðarlínuna. Jónas heldur því fram að Matthildur hafi verið við stýrið þegar skemmtibáturinn fórst en ákæruvaldið telur öll gögn benda til sektar Jónasar og krefst þriggja ára óskilorðsbundins fangelsisdóms yfir honum. Það var þrungið andrúmsloft í Héraðsdómi í dag þegar meðal annars voru spilaðar upptökur af samtölum við Neyðarlínuna, kvöldið örlagaríkja 10 september í fyrra þegar bátur Jónasar fórst. Ættingjar þeirra Matthildar Harðardóttur og Friðriks Hermannssonar sem létust í sjóslysinu sátu í réttarsal og hlýddu meðal annars á rödd Matthildar sem hringdi fyrst í Neyðarlínuna og tilkynnti um slysið. Hver er að stýra? spyr neyðarlínan og Matthildur svarar: Jónas Garðarsson - Hún reynir ítrekað, að beiðni neyðarlínunnar að fá Jónas í símann. Á þeirri stund situr báturinn enn á Skarfaskeri en sjór flæðir inn. Í dómssal eru einnig spiluð upptaka af símtölum eiginkonu Jónasar, Hörpu Helgadóttur þar sem hún biður grátandi um aðstoð: "Við erum að sökkva - við erum að deyja" - segir hún ítrekað". Í skýrslutöku sagði Harpa að maðurinn sinn hafi verið við stýrið þegar báturinn steytti á skerinu en þann framburð dró hún til baka og sagðist ekki muna hver stýrði. Jónas heldur því fram að hin látna, Matthildur hafi verið við stýrið. Í héraðsdómi í dag var spiluð upptaka af vitnisburði ellefur ára sonar Jónasar og Hörpu en hann var sofandi í lúkarnum þegar báturinn steytti á skerinu. Hann skýrði yfirvegað frá atburðum og sagðist hafa raknað við og hafi Friðrik þá legið ofan á fótum sér. Hann hafi ekki andað og verið látinn. Drengurinn greindi frá því að hann hafi losað sig og farið upp. Aðspurður um hvar fólkið var sagði hann að pabbi hafi verið við stýrið - staðið hjá stýrinu. Drengurinn staðsetti einnig Matthildi og móður sína á mynd sem ekki sást í Hérðaðsdómi en að sögn saksóknara var Matthildur á bekk á bak við stýrisbekkinn og Harpa við borðið. Harpa rifbrotnaði illa og er því haldið fram að það hafi verið við höggið fram á borðið. Matthildur var óbrotin og telur ákæruvaldið það sanna að hún hafi setið þannig að stýrisbekkurinn hafi varið hana. Á baki stýrisbekksins var kertavax - það sama sem einnig fannst á ermi Matthildar. Sonur Jónasar bar að Matthildur hafi hringt á Neyðarlínuna og farið niður að huga að Friðriki manni sínum. Minni drengsins brestur eftir það - en ljóst að bátnum hvolfir. Hörpu og drengnum tekst að komast á kjölinn - Jónas hangir í bátnum hálfur í sjó. Drengurinn sagðist hafa séð Matthildi fljótandi á grúfu í sjónum. Drengurinn var spurður hvort hann vissi hver hefði stýrt bátnum á meðan hann var sofandi og sagðist hann ekki vita það. Hann sagði þó að pabbi sinn hefði alltaf stýrt bátnum þegar farið var í siglingu og hann hefði stýrt bátnum áður en drengurinn sofnaði. Saksóknari telur sannað af læknisframburði, vitnisburði drengsins og aðstæðum að Jónas hafi verið við stýrið þegar skipið steytti á skeri þrátt fyrir að hann neiti því staðfastlega. Ákæruvaldið krafðist nú rétt fyrir fréttir þriggja ára fangelsisdóms yfir Jónasi og aðstandendur hinna látnu krefjast 20 milljóna í bætur. Málflutningur verjanda Jónasar hófst fyrir hálfri klukkustund og stendur að líkindum enn.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira