Vilja gagnsæi í starfskjörum þingmanna og ráðherra 5. maí 2006 08:00 MYND/Pjetur Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Alþýðusamband Íslands sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp um kjararáð sem á að leysa af hólmi kjaradóm og kjaranefnd sem hingað til hafa ákvarðað launakjör æðstu embættismanna. ASÍ gagnrýndi að allar ákvarðanir um launakjör kjörinna fulltrúa skyldu ekki falla undir kjararáð, eins og til dæmis ákvarðanir um lífeyrisréttindi þingmanna sem áfram verða ákveðin á þingi. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ um að ekki muni skapast sátt í þjóðfélaginu um kjör þingmanna og ráðherra meðan ekki sé augljóst hver þau séu í raun og veru. Samtökin hafa reiknað út hvað lífeyriskjör þingmanna og ráðherra færi þeim umfram hinn almenna lífeyrisþega. Þau benda á að eftir 23 ár á þingi nái þingmaður hámarki eftirlaunahlutfalls sem er 70 prósent af þingfararkaupi. Það tryggi honum 330 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Sjóðsfélagi í lífeyrissjóði verslunarmanna ávinnur sér hins vegar um helmingi lægri upphæð á sama tíma. Ráðherra sem situr í þrjú kjörtímabil ávinnur sér nærri 600 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur mánaðarlega ævilangt. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna tryggir sér hins vegar 56 þúsund krónur á sama tímabili. Með öðrum orðum, það tekur ráðherra rúmlega eitt ár að vinna sér í þann lífeyri sem almennur lífeyrisþegi ávinnur sér á tólf árum. Þessi lífeyriskjör tryggja ráðherrum ígildi á bilinu 85-102 milljóna króna starfslokagreiðslu umfram almenna lífeyrissjóðsþega. Þingmenn fá hins vegar ígildi á bilinu 35-51 milljónar króna starfslokagreiðslu umfram aðra með sínum lífeyrisrétti. Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að svo lengi sem kjör kjörinna fulltrúa séu ekki almennilega uppi á borðinu verði ófriður í samfélaginu. Eftirlaunakjör ráðamanna verði að færa til samræmis við aðra landsmenn. Þingmenn og ráðherrar hafi ákveðið að aðrir landsmenn búi við tiltekin lífeyriskjör og þau umframlífeyrisréttindi sem þeir búi við vilji hann bæta upp í grunnlaunum. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Alþýðusamband Íslands sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp um kjararáð sem á að leysa af hólmi kjaradóm og kjaranefnd sem hingað til hafa ákvarðað launakjör æðstu embættismanna. ASÍ gagnrýndi að allar ákvarðanir um launakjör kjörinna fulltrúa skyldu ekki falla undir kjararáð, eins og til dæmis ákvarðanir um lífeyrisréttindi þingmanna sem áfram verða ákveðin á þingi. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ um að ekki muni skapast sátt í þjóðfélaginu um kjör þingmanna og ráðherra meðan ekki sé augljóst hver þau séu í raun og veru. Samtökin hafa reiknað út hvað lífeyriskjör þingmanna og ráðherra færi þeim umfram hinn almenna lífeyrisþega. Þau benda á að eftir 23 ár á þingi nái þingmaður hámarki eftirlaunahlutfalls sem er 70 prósent af þingfararkaupi. Það tryggi honum 330 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Sjóðsfélagi í lífeyrissjóði verslunarmanna ávinnur sér hins vegar um helmingi lægri upphæð á sama tíma. Ráðherra sem situr í þrjú kjörtímabil ávinnur sér nærri 600 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur mánaðarlega ævilangt. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna tryggir sér hins vegar 56 þúsund krónur á sama tímabili. Með öðrum orðum, það tekur ráðherra rúmlega eitt ár að vinna sér í þann lífeyri sem almennur lífeyrisþegi ávinnur sér á tólf árum. Þessi lífeyriskjör tryggja ráðherrum ígildi á bilinu 85-102 milljóna króna starfslokagreiðslu umfram almenna lífeyrissjóðsþega. Þingmenn fá hins vegar ígildi á bilinu 35-51 milljónar króna starfslokagreiðslu umfram aðra með sínum lífeyrisrétti. Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að svo lengi sem kjör kjörinna fulltrúa séu ekki almennilega uppi á borðinu verði ófriður í samfélaginu. Eftirlaunakjör ráðamanna verði að færa til samræmis við aðra landsmenn. Þingmenn og ráðherrar hafi ákveðið að aðrir landsmenn búi við tiltekin lífeyriskjör og þau umframlífeyrisréttindi sem þeir búi við vilji hann bæta upp í grunnlaunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira