Deilt um skattbyrði í ljósi nýrra útreikninga 4. maí 2006 22:53 MYND/GVA Síðustu þrír fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru mestu skattpíningarráðherra Íslandssögunnar fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á þingi í kvöld um skattbyrði. Fjármálaráðherra sakaði Samfylkinguna um hentistefnu í skattaumræðum og sagði vitlausar fullyrðingar um skattbyrði ekki verða réttari þótt fleiri endurtækju þær. Jóhanna Sigurðardóttir kvaddi sér hljóðs á þingfundi í kvöld og vakti athygli á svari fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar um þróun skattbyrði síðustu árin. Þar sagði hún enn einu sinni staðfest að skattbyrði hefði aukist á fólk með lágar og meðaltekjur í tíð núverandi ríkisstjórnar. Síðustu þrír fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þeir Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen væru mestu skattpíningarráðherra Íslandssögunnar fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur. Árni Mathiesen fjármálaráðherra benti á að í fyrirspurnum gæfi fyrirspyrjandi ákveðnar forsendur sem óskað væri eftir að reiknað væri eftir. Ef forsendurnar væru rangar kæmi út röng niðurstaða. Það væri alveg sama þótt rétt væri reiknað hjá fjármálaráðuneytinu. Ef forsendur væru rangar kæmi út röng niðurstaða því ekki væri hægt að bera saman epli og appelsínur. Fleiri þingmenn Samfylkingarinnar kvöddu sér hljóðs og bentu á að ýmsir aðilar, eins og fjölmiðlar og Stefán Ólafsson prófessor, hefðu sýnt fram á aukna skattbyrði hinna tekjulægstu. Ráðherra sakaði Samfylkingarþingmenn um hentistefnu í skattaumræðum, einn daginn hefðu skattar lækkað en annan hækkað. Hann sagði enn fremur að vitleysan væri ekkert réttari þótt fleiri endurtækju hana. Það væri alveg til í dæminu að prófessorar færu með staðlausa stafi, það hefði oft gerst áður. Slíkt hið sama ætti við um fréttamenn, dæmi væru um að þeir hefðu farið með staðalausa stafi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Síðustu þrír fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru mestu skattpíningarráðherra Íslandssögunnar fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á þingi í kvöld um skattbyrði. Fjármálaráðherra sakaði Samfylkinguna um hentistefnu í skattaumræðum og sagði vitlausar fullyrðingar um skattbyrði ekki verða réttari þótt fleiri endurtækju þær. Jóhanna Sigurðardóttir kvaddi sér hljóðs á þingfundi í kvöld og vakti athygli á svari fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar um þróun skattbyrði síðustu árin. Þar sagði hún enn einu sinni staðfest að skattbyrði hefði aukist á fólk með lágar og meðaltekjur í tíð núverandi ríkisstjórnar. Síðustu þrír fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þeir Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen væru mestu skattpíningarráðherra Íslandssögunnar fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur. Árni Mathiesen fjármálaráðherra benti á að í fyrirspurnum gæfi fyrirspyrjandi ákveðnar forsendur sem óskað væri eftir að reiknað væri eftir. Ef forsendurnar væru rangar kæmi út röng niðurstaða. Það væri alveg sama þótt rétt væri reiknað hjá fjármálaráðuneytinu. Ef forsendur væru rangar kæmi út röng niðurstaða því ekki væri hægt að bera saman epli og appelsínur. Fleiri þingmenn Samfylkingarinnar kvöddu sér hljóðs og bentu á að ýmsir aðilar, eins og fjölmiðlar og Stefán Ólafsson prófessor, hefðu sýnt fram á aukna skattbyrði hinna tekjulægstu. Ráðherra sakaði Samfylkingarþingmenn um hentistefnu í skattaumræðum, einn daginn hefðu skattar lækkað en annan hækkað. Hann sagði enn fremur að vitleysan væri ekkert réttari þótt fleiri endurtækju hana. Það væri alveg til í dæminu að prófessorar færu með staðlausa stafi, það hefði oft gerst áður. Slíkt hið sama ætti við um fréttamenn, dæmi væru um að þeir hefðu farið með staðalausa stafi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira