Mótmælaaðgerðir ófaglærðra geti breiðst út um landið 4. apríl 2006 22:00 Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Ófaglærðir starfsmenn á átta elliheimilum á suðvesturhorninu gripu til setuverkfalls í síðustu viku til þess að vekja athygli á bágum kjörum sínum. Þeir hafa boðað til sams konar verkfalls síðar í þessari viku ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um sömu laun og fólk fær í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Þá hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga bent á að við blasi flótti úr störfum á stofnunum ef ekkert verði að gert. Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins hafa leitað eftir viðræðum við yfirvöld vegna málsins og hafa fengið fund með heilbrigðsiráðherra. Signý Jóhannesdóttir, sviðsstjóri opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu, bendir á að munur á launum þeirra sem vinni við umönnun, matseld og ræstingar hjá ríkinu annars vegar og hjá sveitarfélögunum hins vegar geti numið allt að fjörutíu þúsund krónum. Þá segir hún erfiðleika við að manna stöður á heilbrigðisstofnunum ekki bara bundna við elliheimili á höfuðborgarsvæðinu. Starfsgreinasambandið hafi áhyggjur af því að mótmælaaðgerðir geti breiðst út um landið því samanburðurinn á launum sé sá sami, sama hvort menn starfi á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Signý segir þó ófaglærða starfsmenn úti á landi eiga minni möguleika á að hverfa til annarra starfa en þá á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð hvort hún eigi von á góðum viðbrögðum frá heilbrigðisráðherra segist Signý ekkert geta sagt til um það. Ef menn vilji leysa vandann verði það ekki gert nema með sameiginlegu átaki í því að færa fjármuni inn í stofnanasamninga sem séu tómir eins og staðan sé í dag. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Ófaglærðir starfsmenn á átta elliheimilum á suðvesturhorninu gripu til setuverkfalls í síðustu viku til þess að vekja athygli á bágum kjörum sínum. Þeir hafa boðað til sams konar verkfalls síðar í þessari viku ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um sömu laun og fólk fær í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Þá hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga bent á að við blasi flótti úr störfum á stofnunum ef ekkert verði að gert. Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins hafa leitað eftir viðræðum við yfirvöld vegna málsins og hafa fengið fund með heilbrigðsiráðherra. Signý Jóhannesdóttir, sviðsstjóri opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu, bendir á að munur á launum þeirra sem vinni við umönnun, matseld og ræstingar hjá ríkinu annars vegar og hjá sveitarfélögunum hins vegar geti numið allt að fjörutíu þúsund krónum. Þá segir hún erfiðleika við að manna stöður á heilbrigðisstofnunum ekki bara bundna við elliheimili á höfuðborgarsvæðinu. Starfsgreinasambandið hafi áhyggjur af því að mótmælaaðgerðir geti breiðst út um landið því samanburðurinn á launum sé sá sami, sama hvort menn starfi á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Signý segir þó ófaglærða starfsmenn úti á landi eiga minni möguleika á að hverfa til annarra starfa en þá á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð hvort hún eigi von á góðum viðbrögðum frá heilbrigðisráðherra segist Signý ekkert geta sagt til um það. Ef menn vilji leysa vandann verði það ekki gert nema með sameiginlegu átaki í því að færa fjármuni inn í stofnanasamninga sem séu tómir eins og staðan sé í dag.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira