Mótmælaaðgerðir ófaglærðra geti breiðst út um landið 4. apríl 2006 22:00 Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Ófaglærðir starfsmenn á átta elliheimilum á suðvesturhorninu gripu til setuverkfalls í síðustu viku til þess að vekja athygli á bágum kjörum sínum. Þeir hafa boðað til sams konar verkfalls síðar í þessari viku ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um sömu laun og fólk fær í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Þá hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga bent á að við blasi flótti úr störfum á stofnunum ef ekkert verði að gert. Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins hafa leitað eftir viðræðum við yfirvöld vegna málsins og hafa fengið fund með heilbrigðsiráðherra. Signý Jóhannesdóttir, sviðsstjóri opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu, bendir á að munur á launum þeirra sem vinni við umönnun, matseld og ræstingar hjá ríkinu annars vegar og hjá sveitarfélögunum hins vegar geti numið allt að fjörutíu þúsund krónum. Þá segir hún erfiðleika við að manna stöður á heilbrigðisstofnunum ekki bara bundna við elliheimili á höfuðborgarsvæðinu. Starfsgreinasambandið hafi áhyggjur af því að mótmælaaðgerðir geti breiðst út um landið því samanburðurinn á launum sé sá sami, sama hvort menn starfi á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Signý segir þó ófaglærða starfsmenn úti á landi eiga minni möguleika á að hverfa til annarra starfa en þá á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð hvort hún eigi von á góðum viðbrögðum frá heilbrigðisráðherra segist Signý ekkert geta sagt til um það. Ef menn vilji leysa vandann verði það ekki gert nema með sameiginlegu átaki í því að færa fjármuni inn í stofnanasamninga sem séu tómir eins og staðan sé í dag. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Ófaglærðir starfsmenn á átta elliheimilum á suðvesturhorninu gripu til setuverkfalls í síðustu viku til þess að vekja athygli á bágum kjörum sínum. Þeir hafa boðað til sams konar verkfalls síðar í þessari viku ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um sömu laun og fólk fær í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Þá hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga bent á að við blasi flótti úr störfum á stofnunum ef ekkert verði að gert. Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins hafa leitað eftir viðræðum við yfirvöld vegna málsins og hafa fengið fund með heilbrigðsiráðherra. Signý Jóhannesdóttir, sviðsstjóri opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu, bendir á að munur á launum þeirra sem vinni við umönnun, matseld og ræstingar hjá ríkinu annars vegar og hjá sveitarfélögunum hins vegar geti numið allt að fjörutíu þúsund krónum. Þá segir hún erfiðleika við að manna stöður á heilbrigðisstofnunum ekki bara bundna við elliheimili á höfuðborgarsvæðinu. Starfsgreinasambandið hafi áhyggjur af því að mótmælaaðgerðir geti breiðst út um landið því samanburðurinn á launum sé sá sami, sama hvort menn starfi á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Signý segir þó ófaglærða starfsmenn úti á landi eiga minni möguleika á að hverfa til annarra starfa en þá á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð hvort hún eigi von á góðum viðbrögðum frá heilbrigðisráðherra segist Signý ekkert geta sagt til um það. Ef menn vilji leysa vandann verði það ekki gert nema með sameiginlegu átaki í því að færa fjármuni inn í stofnanasamninga sem séu tómir eins og staðan sé í dag.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira