Celtic getur tryggt sér Skotlandsmeistaratitilinn eftir tíu daga en það þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Leikurinn er þann 5. apríl gegn Hearts, sem er í öðru sæti deildarinnar en fastlega má gera ráð fyrir því að Celtic vinni þann leik eftir frábæra leiki undanfarið.
Í dag voru Livingston fórnarlömb Celtic en þeir Maciej Zurawski og Shaun Maloney skoruðu mörkin. "Við eigum góða möguleika eftir tíu daga. Þetta er í okkar höndum. Þetta hefur verið góð vika eftir sigurinn í deildabikarnum og svo gegn Inverness í vikunni," sagði Gordon Strachan stjóri Celtic eftir sigurinn í dag.
Celtic einum sigri frá titlinum
