Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hjá Juventus segist hafa mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu, en þó ekki strax og því hefur hann verið afskrifaður sem eftirmaður Sven-Göran Eriksson sem hættir með liðið eftir HM í sumar.
"Ég hef fullan hug á að stýra félagsliði á næstu þremur árum, en ég viðurkenni fúslega að eftir það á ég mér draum um að taka við enska landsliðinu," sagði Capello í samtali við ítalska fjölmiðla.