Landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur gengið frá þriggja ára samningi við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover og gengur til liðs við félagið í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska liðsins Halmstad í dag, en vitað var að Gunnar væri í viðræðum við félag í þýsku úrvalsdeildinni.

