Wenger: Við verðum betri með hverjum leik 18. mars 2006 20:29 Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. "Það var einhvern veginn aldrei vafi á því að við ynnum þennan leik. Við byrjuðum vel og það var góð hreyfing á mönnum. Jafnvel þó að við hefðum farið illa með mörg tækifæri þá leit aldrei út fyrir að Charlton gæti svarað fyrir sig. Það lítur út fyrir að liðið sé að verða betra og betra með hverjum leik. Í heildina séð þá var þetta mjög jákvæður leikur fyrir okkur." sagði Wenger eftir leikinn. Arsenal er í harðri baráttu við Tottenham, Blackburn og fleiri lið um fjórða sætið og Wenger finnur vel fyrir nálægð liðanna. "Við erum í þeirri stöðu þar sem við megum ekki fara á mis við eitt einasta stig þegar maður lítur til baka á liðin sem eru rétt á eftir okkur. Við höfum verið á góðu róli undanfarið en verðum halda því út restina af tímabilinu." Tógó sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor skoraði annað mark Arsenal í dag og var það hans þriðja mark í sjö leikjum fyrir liðið. Markið kom eftir skelfilegt klúður Hermanns Hreiðarssonar í vörn Charlton. "Hann fékk tvö eða þrjú góð tækifæri í dag og ég trúi því að nýtingin hans eigi eftir að batna. Mér finnst eins og hann hafi eitthvað fram að færa fyrir liðið. Hann gefur Thierry Henry meira pláss." sagði Wenger m.a. Arsenal hélt fjórða sæti deildarinnar ekki lengur en fram á kvöld því Tottenham lagði Birmingham 2-0 í kvöld. Tottenham er í 4. sæti með 52 stig en Arsenal er í 5. sæti með 50 stig, bæði lið hafa leikið 30 leiki. Blackburn er með 49 stig í 6. sætinu einnig eftir 30 leiki. Bolton kemur næst í 7. sætinu með 48 stig, en á tvo leiki til góða og getur með sigri í þeim báðum komist í 54 stig sem myndi færa liðinu fjórða sætið eins og staðan er í dag. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Sjá meira
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. "Það var einhvern veginn aldrei vafi á því að við ynnum þennan leik. Við byrjuðum vel og það var góð hreyfing á mönnum. Jafnvel þó að við hefðum farið illa með mörg tækifæri þá leit aldrei út fyrir að Charlton gæti svarað fyrir sig. Það lítur út fyrir að liðið sé að verða betra og betra með hverjum leik. Í heildina séð þá var þetta mjög jákvæður leikur fyrir okkur." sagði Wenger eftir leikinn. Arsenal er í harðri baráttu við Tottenham, Blackburn og fleiri lið um fjórða sætið og Wenger finnur vel fyrir nálægð liðanna. "Við erum í þeirri stöðu þar sem við megum ekki fara á mis við eitt einasta stig þegar maður lítur til baka á liðin sem eru rétt á eftir okkur. Við höfum verið á góðu róli undanfarið en verðum halda því út restina af tímabilinu." Tógó sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor skoraði annað mark Arsenal í dag og var það hans þriðja mark í sjö leikjum fyrir liðið. Markið kom eftir skelfilegt klúður Hermanns Hreiðarssonar í vörn Charlton. "Hann fékk tvö eða þrjú góð tækifæri í dag og ég trúi því að nýtingin hans eigi eftir að batna. Mér finnst eins og hann hafi eitthvað fram að færa fyrir liðið. Hann gefur Thierry Henry meira pláss." sagði Wenger m.a. Arsenal hélt fjórða sæti deildarinnar ekki lengur en fram á kvöld því Tottenham lagði Birmingham 2-0 í kvöld. Tottenham er í 4. sæti með 52 stig en Arsenal er í 5. sæti með 50 stig, bæði lið hafa leikið 30 leiki. Blackburn er með 49 stig í 6. sætinu einnig eftir 30 leiki. Bolton kemur næst í 7. sætinu með 48 stig, en á tvo leiki til góða og getur með sigri í þeim báðum komist í 54 stig sem myndi færa liðinu fjórða sætið eins og staðan er í dag.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Sjá meira