Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að fréttir þess efnis að David Beckham væri á leið til Arsenal frá Real Madrid séu algjört bull, en orðrómur var uppi um að Arsenal mundi reyna að krækja í hann eftir að Arsene Wenger talaði vel um hann í viðtali eftir viðureign liðanna í Meistaradeildinni á dögunum.
