Alan Pardew, stjóri West Ham United var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann leiddi lið sitt taplaust í gegn um mánuðinn. West Ham lagði meðal annars granna sína í Arsenal á útivelli og vann örugga sigra á Sunderland og Birmingham á heimavellin sínum.
