Felix Magath, stjóri Bayern Munchen, segist vera búinn að sætta sig við að Michael Ballack fari frá félaginu í sumar og segir að enginn maður í herbúðum liðsins nú geti fyllt það skarð sem hann skilur eftir sig sem leiðtogi á vellinum.
"Þegar Michael fer mun hann skilja eftir sig skarð sem enginn í liðinu getur fyllt og því þurfum við að leita annað eftir manni sem getur tekið ábyrgð," sagði Magath, en sterkur orðrómur hefur verið á kreiki undanfarið um að Ballack muni ganga til liðs við Englandsmeistara Chelsea í sumar.