Úrvalsdeildarfélagið Sunderland sagði stjóra sínum Mick McCarthy upp störfum í morgun og Kevin Ball mun taka við starfi hans tímabundið. Brottrekstur McCarty nú kemur nokkuð á óvart, því talið var að hann fengi að klára leiktíðina sem nú þegar er í molum. Nokkrir leikmenn Sunderland lýstu strax yfir óánægju sinni með brottrekstur stjórans.

