Segir Jón Gerald hafa verið með spuna hjá lögreglu 17. febrúar 2006 12:00 Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum. Eitt vitni var leitt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í Baugsmálinu í morgun, en aðalmeðferð málsins hefst á mánudag. Það vitni var Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi eiginmaður Kristínar Jóhannesdóttur, Jóhannesar í Bónus. Þegar þau viðskipti sem fjallað var um í morgun áttu sér stað voru þau Jón Garðar og Kristín hjón og var Jón Garðar þá framkvæmdastjóri Pönnu pítsa sem rak Pizza Hut, sem var í eigu Gaums, fjárfestingarfélags Bónusfjölskyldunnar. Saksóknari spurði Jón Garðar ítarlega út í viðskipti sem hann átti við Jón Gerald Sullenberger um áramótin 1999/2000. Jón Garðar sagðist hafa fengið Jón Gerald til að aðstoða sig við að kaupa inn deig og annað hráefni fyrir Pizza Hut frá Bandaríkjunum þar sem það væri hagstæðara. Eftir nokkra vinnu hafi hins vegar komið í ljós að þau viðskipti gætu ekki gengið þar sem ekki var um sambærilega vöru að ræða og evrópskir birgjar létu í té og samræmdust evrópskum reglum. Hann hafi hins vegar greitt Jóni Gerald fyrir vinnuna, 23.970 bandaríkjadali. Aðspurður hvort hvort Kristín Jóhannsdóttir hefði á sama tíma verið að kaupa bíl frá Bandaríkjunum sagði þáverandi eiginmaður hennar að hún hefði verið að leita eftir bíl þaðan, en það hafi ekki tengst viðskiptum þeirra nafna. Lögmaður Kristínar bar skýrslu sem Jón Gerald hafði gefið hjá lögreglu undir Jón Garðar, en þar sagðist Jón Gerald engin viðskipti hafa átt við Pönnu pítsur, en hafi útbúið umræddan reikning á fyrirtækið vegna tveggja bíla sem eigendurnir hafi flutt inn. Jón Garðar sagði dómnum að hann kannaðist ekkert við þessa bíla og reikningurinn hefði verið fyrir fyrrgreind störf og þeir nafnar hefðu þekkst og átt viðskipti í hálfan annan áratug. Hann sagði framburð Jóns Geralds stórfurðulegan og að hann væri hreinn spuni. Aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og þriðjudag. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum. Eitt vitni var leitt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í Baugsmálinu í morgun, en aðalmeðferð málsins hefst á mánudag. Það vitni var Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi eiginmaður Kristínar Jóhannesdóttur, Jóhannesar í Bónus. Þegar þau viðskipti sem fjallað var um í morgun áttu sér stað voru þau Jón Garðar og Kristín hjón og var Jón Garðar þá framkvæmdastjóri Pönnu pítsa sem rak Pizza Hut, sem var í eigu Gaums, fjárfestingarfélags Bónusfjölskyldunnar. Saksóknari spurði Jón Garðar ítarlega út í viðskipti sem hann átti við Jón Gerald Sullenberger um áramótin 1999/2000. Jón Garðar sagðist hafa fengið Jón Gerald til að aðstoða sig við að kaupa inn deig og annað hráefni fyrir Pizza Hut frá Bandaríkjunum þar sem það væri hagstæðara. Eftir nokkra vinnu hafi hins vegar komið í ljós að þau viðskipti gætu ekki gengið þar sem ekki var um sambærilega vöru að ræða og evrópskir birgjar létu í té og samræmdust evrópskum reglum. Hann hafi hins vegar greitt Jóni Gerald fyrir vinnuna, 23.970 bandaríkjadali. Aðspurður hvort hvort Kristín Jóhannsdóttir hefði á sama tíma verið að kaupa bíl frá Bandaríkjunum sagði þáverandi eiginmaður hennar að hún hefði verið að leita eftir bíl þaðan, en það hafi ekki tengst viðskiptum þeirra nafna. Lögmaður Kristínar bar skýrslu sem Jón Gerald hafði gefið hjá lögreglu undir Jón Garðar, en þar sagðist Jón Gerald engin viðskipti hafa átt við Pönnu pítsur, en hafi útbúið umræddan reikning á fyrirtækið vegna tveggja bíla sem eigendurnir hafi flutt inn. Jón Garðar sagði dómnum að hann kannaðist ekkert við þessa bíla og reikningurinn hefði verið fyrir fyrrgreind störf og þeir nafnar hefðu þekkst og átt viðskipti í hálfan annan áratug. Hann sagði framburð Jóns Geralds stórfurðulegan og að hann væri hreinn spuni. Aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og þriðjudag.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent