300 milljón króna skíðalyfta í Bláfjöllum stendur auð 5. febrúar 2006 20:00 MYND/Gunnar V. Andrésson Rigningar samfara löngu hlýindaskeiði hafa valdið því að öll skíðasvæði eru lokuð. Nýuppsett 300 milljóna króna skíðalyfta stendur auð í Bláfjöllum í hýindunum þessa dagana. Tvær vikur eru síðan síðast var opið í Bláfjöllum en aðeins hefur verið opið þar í ellefu daga það sem af er vetri og enn hefur hvorki verið opnað í Skálafelli né á Hengilssvæðinu. Þessa dagana keppast vísindamenn við að spá hlýnandi loftslagi og því tímabært að athuga aðra kosti til þess að Íslendingar geti haldið áfram að renna sér í snjó. Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður skíðasvæða Reykjavíkur, segir að ákveðið hafi verið að beina því fjármagni sem til ráðstöfunar væri í Kóngsgil í Bláfjöllum þar sem væri mest snjósöfnunarsvæði á þeim skíðasvæðum sem þegar eru til staðar. Aðrir kostir hafa einnig heyrst nefndir, þá helst Botnssúlur, sem eru 1100m háar en þó ekki of langt frá Reykjavíkursvæðinu. Þetta er hins vegar kostnaðarsöm framkvæmd. Botnssúlurnar eru algjörlega ónumið land, það þyrfti að byrja á að leggja þangað vegi, rafmagn, síma og fleira, auk þess sem þyrfti að gera haldgóða úttekt á veðurfari og aðstæðum. Kostnaður við slíkar framkvæmdir gætu aldrei verið minni en einn og hálfur milljarður og líklega mun hærri. Innanhússskíðahallir hafa risið í nokkrum nágrannalöndum okkar. Þær eru eini kosturinn sem myndi gulltryggja skíðafæri í framtíðinni. Slíkar fyrirætlanir eru hins vegar enn á hugmyndastigi og ekki inni í framtíðaráætlunum stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Veðurspáin lofar hins vegar kulda og snjó fyrir komandi daga og því vonaðist Grétar til að geta safnað nægilega miklum snjó til að opna með glæsibrag á næstu dögum. Skíðasvæði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Rigningar samfara löngu hlýindaskeiði hafa valdið því að öll skíðasvæði eru lokuð. Nýuppsett 300 milljóna króna skíðalyfta stendur auð í Bláfjöllum í hýindunum þessa dagana. Tvær vikur eru síðan síðast var opið í Bláfjöllum en aðeins hefur verið opið þar í ellefu daga það sem af er vetri og enn hefur hvorki verið opnað í Skálafelli né á Hengilssvæðinu. Þessa dagana keppast vísindamenn við að spá hlýnandi loftslagi og því tímabært að athuga aðra kosti til þess að Íslendingar geti haldið áfram að renna sér í snjó. Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður skíðasvæða Reykjavíkur, segir að ákveðið hafi verið að beina því fjármagni sem til ráðstöfunar væri í Kóngsgil í Bláfjöllum þar sem væri mest snjósöfnunarsvæði á þeim skíðasvæðum sem þegar eru til staðar. Aðrir kostir hafa einnig heyrst nefndir, þá helst Botnssúlur, sem eru 1100m háar en þó ekki of langt frá Reykjavíkursvæðinu. Þetta er hins vegar kostnaðarsöm framkvæmd. Botnssúlurnar eru algjörlega ónumið land, það þyrfti að byrja á að leggja þangað vegi, rafmagn, síma og fleira, auk þess sem þyrfti að gera haldgóða úttekt á veðurfari og aðstæðum. Kostnaður við slíkar framkvæmdir gætu aldrei verið minni en einn og hálfur milljarður og líklega mun hærri. Innanhússskíðahallir hafa risið í nokkrum nágrannalöndum okkar. Þær eru eini kosturinn sem myndi gulltryggja skíðafæri í framtíðinni. Slíkar fyrirætlanir eru hins vegar enn á hugmyndastigi og ekki inni í framtíðaráætlunum stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Veðurspáin lofar hins vegar kulda og snjó fyrir komandi daga og því vonaðist Grétar til að geta safnað nægilega miklum snjó til að opna með glæsibrag á næstu dögum.
Skíðasvæði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira