Ný göngudeild opnuð á LSH á morgun 31. janúar 2006 13:02 Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikla þörf á frekari úrræðum. Á bilinu þrjú til fimm þúsund einstaklingar eru haldnir átröskunum á Íslandi í dag. Þar af eru 300 til 500 karlmenn. Stærsta hópinn mynda konur á aldrinum 13 til 30 ára en sjúklingum af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára fjölgar sem aldrei fyrr. Þetta hefur orðið ljóst á þeim tæpu fjórum árum sem forvarna- og fræðslusamtökin Spegillinn hafa starfað. Á morgun verður opnuð ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Þá standa vonir til þess að hægt verði að opna nýja dagdeild fyrir sex til átta átröskunarsjúklinga eftir mánuð. Aðstandendur Spegilsins segja að á sama tíma og ljóst sé að þessi skref séu mikil framför í meðferð og þjónustu við átröskunarsjúklinga og fjölskyldur þeirra, sé enn langt í land. Enn skorti á að íslensk stjórnvöld leggi sín lóð á vogarskálarnar til þess að berjast gegn þeim staðalímyndum sem skapaðar séu dag hvern í fjölmiðlum og hafi óeðlileg áhrif á börn, unglinga og fullorðna einstaklinga. Átraskanir draga 20 prósent þeirra sem þjást af þeim til dauða, leiti sjúklingurinn sér ekki hjálpar. Þeir sem leita sér hjálpar eru þó ekki hólpnir, þar sem rannsóknir sýna að 2-3 prósent þeirra sem eru í meðferð falla frá vegna sjúkdómsins. Af þeim sem fá viðeigandi meðferð í tæka tíð, ná 60 prósent sér að fullu. Viðkomandi einstaklingar ná þá að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að borða hollan og fjölbreyttan mat, samhliða heilbrigðri hreyfingu. Þrátt fyrir að fá meðferð ná um 20 prósent átröskunarsjúkdóma sér aldrei að fullu. Þeir einstaklingar ná bata í stuttan tíma í senn en falla þó gjarnan aftur og aftur í gryfjur sjúkdómsins. Að lokum eru um 20 prósent átröskunarsjúklinga sem ná engum bata, þrátt fyrir að fá meðferð. Líf viðkomandi einstaklinga snýst þá um lítið annað en áhyggjur af mat og líkamsþyngd; sjúklingunum er hættara við að þjáðst af öðrum geðröskunum samhliða átröskuninni, s.s. þunglyndi. Að vinna bug á lystarstoli og lotugræðgi er sérstaklega erfitt, þar sem sjúklingarnir eru gjarnan í mikilli afneitun og hafna því alfarið að þeir séu þjáðir af alvarlegum geðsjúkdómum með stórhættulegum líkamlegum afleiðingum. Þetta hefur ekki hvað síst orðið sýnilegt undanfarin misseri þar sem mikil fjölgun hefur verið í umræðuhópum á netinu og í heimasíðum, þar sem átröskunarsjúklingar eru hvattir til þess að viðhalda sjúklegu ástandi sínu. Forsvarsmenn viðkomandi vefsíða og umræðuhópa telja sér og gestum viðkomandi svæða trú um að átraskanir séu ekki endilega sjúkdómur, heldur mun frekar lífsstíll sem hver og einn velur sér að fúsum og frjálsum vilja. Ekkert er meira fjarri sannleikanum. Heimasíða Spegilsins Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikla þörf á frekari úrræðum. Á bilinu þrjú til fimm þúsund einstaklingar eru haldnir átröskunum á Íslandi í dag. Þar af eru 300 til 500 karlmenn. Stærsta hópinn mynda konur á aldrinum 13 til 30 ára en sjúklingum af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára fjölgar sem aldrei fyrr. Þetta hefur orðið ljóst á þeim tæpu fjórum árum sem forvarna- og fræðslusamtökin Spegillinn hafa starfað. Á morgun verður opnuð ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Þá standa vonir til þess að hægt verði að opna nýja dagdeild fyrir sex til átta átröskunarsjúklinga eftir mánuð. Aðstandendur Spegilsins segja að á sama tíma og ljóst sé að þessi skref séu mikil framför í meðferð og þjónustu við átröskunarsjúklinga og fjölskyldur þeirra, sé enn langt í land. Enn skorti á að íslensk stjórnvöld leggi sín lóð á vogarskálarnar til þess að berjast gegn þeim staðalímyndum sem skapaðar séu dag hvern í fjölmiðlum og hafi óeðlileg áhrif á börn, unglinga og fullorðna einstaklinga. Átraskanir draga 20 prósent þeirra sem þjást af þeim til dauða, leiti sjúklingurinn sér ekki hjálpar. Þeir sem leita sér hjálpar eru þó ekki hólpnir, þar sem rannsóknir sýna að 2-3 prósent þeirra sem eru í meðferð falla frá vegna sjúkdómsins. Af þeim sem fá viðeigandi meðferð í tæka tíð, ná 60 prósent sér að fullu. Viðkomandi einstaklingar ná þá að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að borða hollan og fjölbreyttan mat, samhliða heilbrigðri hreyfingu. Þrátt fyrir að fá meðferð ná um 20 prósent átröskunarsjúkdóma sér aldrei að fullu. Þeir einstaklingar ná bata í stuttan tíma í senn en falla þó gjarnan aftur og aftur í gryfjur sjúkdómsins. Að lokum eru um 20 prósent átröskunarsjúklinga sem ná engum bata, þrátt fyrir að fá meðferð. Líf viðkomandi einstaklinga snýst þá um lítið annað en áhyggjur af mat og líkamsþyngd; sjúklingunum er hættara við að þjáðst af öðrum geðröskunum samhliða átröskuninni, s.s. þunglyndi. Að vinna bug á lystarstoli og lotugræðgi er sérstaklega erfitt, þar sem sjúklingarnir eru gjarnan í mikilli afneitun og hafna því alfarið að þeir séu þjáðir af alvarlegum geðsjúkdómum með stórhættulegum líkamlegum afleiðingum. Þetta hefur ekki hvað síst orðið sýnilegt undanfarin misseri þar sem mikil fjölgun hefur verið í umræðuhópum á netinu og í heimasíðum, þar sem átröskunarsjúklingar eru hvattir til þess að viðhalda sjúklegu ástandi sínu. Forsvarsmenn viðkomandi vefsíða og umræðuhópa telja sér og gestum viðkomandi svæða trú um að átraskanir séu ekki endilega sjúkdómur, heldur mun frekar lífsstíll sem hver og einn velur sér að fúsum og frjálsum vilja. Ekkert er meira fjarri sannleikanum. Heimasíða Spegilsins
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira