Ný göngudeild opnuð á LSH á morgun 31. janúar 2006 13:02 Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikla þörf á frekari úrræðum. Á bilinu þrjú til fimm þúsund einstaklingar eru haldnir átröskunum á Íslandi í dag. Þar af eru 300 til 500 karlmenn. Stærsta hópinn mynda konur á aldrinum 13 til 30 ára en sjúklingum af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára fjölgar sem aldrei fyrr. Þetta hefur orðið ljóst á þeim tæpu fjórum árum sem forvarna- og fræðslusamtökin Spegillinn hafa starfað. Á morgun verður opnuð ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Þá standa vonir til þess að hægt verði að opna nýja dagdeild fyrir sex til átta átröskunarsjúklinga eftir mánuð. Aðstandendur Spegilsins segja að á sama tíma og ljóst sé að þessi skref séu mikil framför í meðferð og þjónustu við átröskunarsjúklinga og fjölskyldur þeirra, sé enn langt í land. Enn skorti á að íslensk stjórnvöld leggi sín lóð á vogarskálarnar til þess að berjast gegn þeim staðalímyndum sem skapaðar séu dag hvern í fjölmiðlum og hafi óeðlileg áhrif á börn, unglinga og fullorðna einstaklinga. Átraskanir draga 20 prósent þeirra sem þjást af þeim til dauða, leiti sjúklingurinn sér ekki hjálpar. Þeir sem leita sér hjálpar eru þó ekki hólpnir, þar sem rannsóknir sýna að 2-3 prósent þeirra sem eru í meðferð falla frá vegna sjúkdómsins. Af þeim sem fá viðeigandi meðferð í tæka tíð, ná 60 prósent sér að fullu. Viðkomandi einstaklingar ná þá að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að borða hollan og fjölbreyttan mat, samhliða heilbrigðri hreyfingu. Þrátt fyrir að fá meðferð ná um 20 prósent átröskunarsjúkdóma sér aldrei að fullu. Þeir einstaklingar ná bata í stuttan tíma í senn en falla þó gjarnan aftur og aftur í gryfjur sjúkdómsins. Að lokum eru um 20 prósent átröskunarsjúklinga sem ná engum bata, þrátt fyrir að fá meðferð. Líf viðkomandi einstaklinga snýst þá um lítið annað en áhyggjur af mat og líkamsþyngd; sjúklingunum er hættara við að þjáðst af öðrum geðröskunum samhliða átröskuninni, s.s. þunglyndi. Að vinna bug á lystarstoli og lotugræðgi er sérstaklega erfitt, þar sem sjúklingarnir eru gjarnan í mikilli afneitun og hafna því alfarið að þeir séu þjáðir af alvarlegum geðsjúkdómum með stórhættulegum líkamlegum afleiðingum. Þetta hefur ekki hvað síst orðið sýnilegt undanfarin misseri þar sem mikil fjölgun hefur verið í umræðuhópum á netinu og í heimasíðum, þar sem átröskunarsjúklingar eru hvattir til þess að viðhalda sjúklegu ástandi sínu. Forsvarsmenn viðkomandi vefsíða og umræðuhópa telja sér og gestum viðkomandi svæða trú um að átraskanir séu ekki endilega sjúkdómur, heldur mun frekar lífsstíll sem hver og einn velur sér að fúsum og frjálsum vilja. Ekkert er meira fjarri sannleikanum. Heimasíða Spegilsins Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikla þörf á frekari úrræðum. Á bilinu þrjú til fimm þúsund einstaklingar eru haldnir átröskunum á Íslandi í dag. Þar af eru 300 til 500 karlmenn. Stærsta hópinn mynda konur á aldrinum 13 til 30 ára en sjúklingum af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára fjölgar sem aldrei fyrr. Þetta hefur orðið ljóst á þeim tæpu fjórum árum sem forvarna- og fræðslusamtökin Spegillinn hafa starfað. Á morgun verður opnuð ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Þá standa vonir til þess að hægt verði að opna nýja dagdeild fyrir sex til átta átröskunarsjúklinga eftir mánuð. Aðstandendur Spegilsins segja að á sama tíma og ljóst sé að þessi skref séu mikil framför í meðferð og þjónustu við átröskunarsjúklinga og fjölskyldur þeirra, sé enn langt í land. Enn skorti á að íslensk stjórnvöld leggi sín lóð á vogarskálarnar til þess að berjast gegn þeim staðalímyndum sem skapaðar séu dag hvern í fjölmiðlum og hafi óeðlileg áhrif á börn, unglinga og fullorðna einstaklinga. Átraskanir draga 20 prósent þeirra sem þjást af þeim til dauða, leiti sjúklingurinn sér ekki hjálpar. Þeir sem leita sér hjálpar eru þó ekki hólpnir, þar sem rannsóknir sýna að 2-3 prósent þeirra sem eru í meðferð falla frá vegna sjúkdómsins. Af þeim sem fá viðeigandi meðferð í tæka tíð, ná 60 prósent sér að fullu. Viðkomandi einstaklingar ná þá að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að borða hollan og fjölbreyttan mat, samhliða heilbrigðri hreyfingu. Þrátt fyrir að fá meðferð ná um 20 prósent átröskunarsjúkdóma sér aldrei að fullu. Þeir einstaklingar ná bata í stuttan tíma í senn en falla þó gjarnan aftur og aftur í gryfjur sjúkdómsins. Að lokum eru um 20 prósent átröskunarsjúklinga sem ná engum bata, þrátt fyrir að fá meðferð. Líf viðkomandi einstaklinga snýst þá um lítið annað en áhyggjur af mat og líkamsþyngd; sjúklingunum er hættara við að þjáðst af öðrum geðröskunum samhliða átröskuninni, s.s. þunglyndi. Að vinna bug á lystarstoli og lotugræðgi er sérstaklega erfitt, þar sem sjúklingarnir eru gjarnan í mikilli afneitun og hafna því alfarið að þeir séu þjáðir af alvarlegum geðsjúkdómum með stórhættulegum líkamlegum afleiðingum. Þetta hefur ekki hvað síst orðið sýnilegt undanfarin misseri þar sem mikil fjölgun hefur verið í umræðuhópum á netinu og í heimasíðum, þar sem átröskunarsjúklingar eru hvattir til þess að viðhalda sjúklegu ástandi sínu. Forsvarsmenn viðkomandi vefsíða og umræðuhópa telja sér og gestum viðkomandi svæða trú um að átraskanir séu ekki endilega sjúkdómur, heldur mun frekar lífsstíll sem hver og einn velur sér að fúsum og frjálsum vilja. Ekkert er meira fjarri sannleikanum. Heimasíða Spegilsins
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira