Úrskurður Kjaradóms felldur úr gildi 20. janúar 2006 20:42 Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá. Frumvarpið, sem fellir úr gildi átta prósenta launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins, var keyrt í gegnum Alþingi í dag þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðunnar sem telur vafa leika á að frumvarpið standist ákvæði stjórnarskrárinnar í ljósi þess að allir lögfræðingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd kallaði til álitsgjafar hefðu lýst efasemdum um það. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að það væri ekki rétt að allir lögfræðingar, sem komu fyrir nefndina, hefðu varað við þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, svaraði því kröftuglega og áréttaði að umræddir lögfræðingar hefðu lýst efasemdum um að frumvarpið stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstaðan vildi fara aðra leið í málinu. Vildi hún að úrskurði Kjaradóms yrði frestað á tímabilinu 1. febrúar til 1. júní og að á meðan myndi nefnd fjalla um nýjan lagagrundvöll Kjaradóms. Sú nefnd skyldi svo skila niðurstöðu sinni í formi frumvarps til laga fyrir miðjan mars næstkomandi. Með nýjan lagagrundvöll að leiðarljósi myndi dómurinn svo kveða upp úrskurð á grundvelli nýrra laga og gilti sá úrskurður frá 1. febrúar. Ögmundur Jónasson alþingismaður sagði aðferð stjórnarandstöðu við að ýta niðurstöðu Kjaradóms út af borðinu vera heppilegri, skynsamlegri og betur í takt við þær ábendingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd fékk frá sérfróðum aðilum. En frumvarpið er nú orðið að lögum sem þýðir að átta prósenta launahækkanir til handa æðstu stjórnendum ríkisins falla úr gildi en í staðinn fá þeir 2,5 prósenta hækkun frá og með fyrsta febrúar. Gildir það sama um forseta Íslands en lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Eiríkur Tómasson hafa lýst miklum efasemdum um að það standist ákvæði 9. greinar stjórnarskrárinnar. Alþingi Fréttir Innlent Stjórnarskrá Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá. Frumvarpið, sem fellir úr gildi átta prósenta launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins, var keyrt í gegnum Alþingi í dag þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðunnar sem telur vafa leika á að frumvarpið standist ákvæði stjórnarskrárinnar í ljósi þess að allir lögfræðingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd kallaði til álitsgjafar hefðu lýst efasemdum um það. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að það væri ekki rétt að allir lögfræðingar, sem komu fyrir nefndina, hefðu varað við þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, svaraði því kröftuglega og áréttaði að umræddir lögfræðingar hefðu lýst efasemdum um að frumvarpið stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstaðan vildi fara aðra leið í málinu. Vildi hún að úrskurði Kjaradóms yrði frestað á tímabilinu 1. febrúar til 1. júní og að á meðan myndi nefnd fjalla um nýjan lagagrundvöll Kjaradóms. Sú nefnd skyldi svo skila niðurstöðu sinni í formi frumvarps til laga fyrir miðjan mars næstkomandi. Með nýjan lagagrundvöll að leiðarljósi myndi dómurinn svo kveða upp úrskurð á grundvelli nýrra laga og gilti sá úrskurður frá 1. febrúar. Ögmundur Jónasson alþingismaður sagði aðferð stjórnarandstöðu við að ýta niðurstöðu Kjaradóms út af borðinu vera heppilegri, skynsamlegri og betur í takt við þær ábendingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd fékk frá sérfróðum aðilum. En frumvarpið er nú orðið að lögum sem þýðir að átta prósenta launahækkanir til handa æðstu stjórnendum ríkisins falla úr gildi en í staðinn fá þeir 2,5 prósenta hækkun frá og með fyrsta febrúar. Gildir það sama um forseta Íslands en lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Eiríkur Tómasson hafa lýst miklum efasemdum um að það standist ákvæði 9. greinar stjórnarskrárinnar.
Alþingi Fréttir Innlent Stjórnarskrá Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira