Innlent

Átján ára sætir gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sextán ára pilti sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nema annan pilt á brott af vinnustað hans og neyða hann til að taka pening út úr hraðbanka til að greiða skuld við þá.

Pilturinn sætir gæsluvarðhaldi en hann hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Hvort tveggja Héraðsdómur og Hæstiréttur komust að þeirri niðurstöðu að pilturinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur hefur fellt dóm sinn, þó ekki lengur en til 3. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×