Hluthafar í FL Group ættu að reka stjórnarformann fyrirtækisins fyrir að gera nærri 300 milljóna króna starfslokasamninga við tvo fyrrum forstjóra fyrirtækisins, þau Ragnhildi Geirsdóttur og Sigurð Helgason, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Hún gagnrýnir jafnframt í pistli á heimasíðu sinni að lykilstjórnendur séu á slíkum ofurkjörum að mánaðarlaun þeirra geti numið þremur til fjórföldum árslaunum þeirra lægstlaunuðu.