Viðskipti innlent

Tvöfalda hagnaðinn

Magnús Jónsson. Forstjóri Atorku segir afkomuna góða og tækifæri falin í eignum.
Magnús Jónsson. Forstjóri Atorku segir afkomuna góða og tækifæri falin í eignum.

Hagnaður fjárfestingafélagsins Atorku Group nam rúmum 555 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljónir á sama tíma í fyrra. Séu öll félög Atorku tekin með skilaði samstæðan 32,2 milljóna króna hagnaði á tímabilinu. Félagið skilar uppgjöri í tvennu lagi, móðurfélagi annars vegar og samtæðu hins vegar.

Í móðurfélagsreikningi eru allar fjárfestingar, m.a. fjárfestingar í dótturfélögum metnar á gangvirði en í samstæðureikningi er beitt hlutdeildaraðferð og samstæðureikningsskilum þar sem rekstrarleg afkoma hvers og eins dótturfélags ásamt afkomu móðurfélags, án gangvirðismat á dótturfélögum, er lögð saman og myndar afkomu tímabilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×